Tímalína vegna prófkjörs Pírata í Reykjavík

Píratar í Reykjavík auglýsa eftir framboðum til prófkjörs fyrir borgarstjórnarkosningar í maí 2018.

Opnað verður formlega fyrir framboð á næstu dögum og verður send út sérstök tilkynning þess efnis

Frambjóðendur tilkynna framboð sitt í rafrænu kosningakerfi Pírata á x.piratar.is

Einnig skulu frambjóðendur senda tölvupósti á reykjavik@piratar.is merkt „Kjördæmaráð/Kosningastjórn í Reykjavík” ásamt hagsmunaskráningu frambjóðanda.

Helstu dagsetningar varðandi prófkjör til vals á fulltrúum Pírata á framboðslista eru eftirfarandi

24. febrúar
Lokadagsetning fyrir skráningu í flokkinn til að geta kosið í prófkjörinu.

12. mars
Lokað fyrir móttöku nýrra framboða. Kynningartímabil fyrir frambjóðendur hefst.

19. mars
Prófkjörskosning hefst meðal félagsmanna Pírata í Reykjavík.

26. mars kl. 15:00 
Prófkjöri lýkur og niðurstöður kynntar.

Hægt er að skrá sig í Pírata með því að smella hér: Skráningarsíða.

Athugið að nauðsynlegt er að vera í aðildarfélagið Píratar í Reykjavík til að geta kosið í prófkjörinu.

Með fyrirvara um breytingar.

Stjórn Pírata í Reykjavík

Fleiri fréttir

Viðburðardagatal

Mest lesið