Tímalína prófkjörs pírata í Reykjanesbæ

Í sveitastjórnakosningum í maí hyggjast Píratar á Suðurnesjum bjóða fram lista í Reykjanesbæ, en óvíst er að náist að manna lista í öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum.

Tímalína prófkjörs í Reykjanesbæ til að raða á framboðslistann:

6. mars 2018 kl. 12:00 lokafrestur til skráningar á prófkjörslista
8. mars 2018 kl. 12:00 framboð kynnt í vefkosningakerfi Pírata
15. mars 2018 kl. 12:00 atkvæðagreiðsla hefst
22. mars 2018 kl. 12:00 atkvæðagreiðslu lýkur*
22. mars 2018 kl. 20:00 lokafrestur frambjóðenda til að færa sig neðar á lista
23. mars 2018 kl. 12:00 lokaniðurstaða prófkjörsins liggur fyrir

*Verði atkvæðagreiðsla framlengd verður það til 29. mars 2018 kl. 12:00, ef við á sbr. prófkjörsreglur. Eftir það hafa frambjóðendur 8. klst til að tilkynna breytingar og listinn verður endanlegur kl. 12:00 30. mars).

Einnig er gott að minna á að til þess að greiða atkvæði í þessu prófkjöri þarf að skrá sig í Pírata 30 dögum fyrir prófkjörslok, semsagt fyrir kl. 12:00 þann 20. febrúar. 2018.

Prófkjörsreglurnar: https://goo.gl/rv2iJg
Siðareglurnar: https://goo.gl/18T88m

Málefnastarf Pírata á Suðurnesjum hefur gengið vel og við erum komin með ramma af málefnaskrá sem hægt er að byggja á í sveitarstjórnarkosningum.

Málefnin:
1. Fjölskyldustefna (fjölskylduvænt samfélag og réttindi fólks).
2. Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð (efling heilsugæslu og sjúkahúss á Suðurnesjum).
3. Efling menntunar- og atvinnustarfsemi tengdrar tækni- og vísindageiranum.
4. Nýr tónn í skipulagsmálum (hverfisráð, leiguibúðasamtök, ofl.).
5. Nýjar leiðir í samgöngumálum (innanlandsflug, hafnarstarfsemi og öruggar vegasamgöngur)
6. Gagnsæi, gæðastjórnun og íbúalýðræði gegn spillingu í sveitarstjórnum.
7. Mannauðs- og menningarstefna.
8. Umhverfisvernd og andstaða við mengandi starfsemi í Helguvík.

Öllum er velkomið að taka þátt í málefnavinnunni og haldinn verður félagsfundur fimmtudaginn 22. febrúar kl. 20:00 í Virkjun, Flugvallarbraut 740, Reykjanesbæ. Allir eru velkomnir á fundinn.

Fleiri fréttir

Viðburðardagatal

Mest lesið