Tilnefningar í nefndir og ráð óskast

Þingflokkur Pírata óskar eftir hugmyndum frá grasrótinni  um kandídata í nefnd um erlenda fjárfestingu, bankaráð Seðlabanka Íslands, landskjörstjórn og yfirkjörstjórnir allra kjördæma, sbr. lista hér að neðan.

Þingflokkurinn skal, samkvæmt venju, tilnefna einn aðalmann og einn varamann í hverja nefnd/ráð og er óskað eftir ábendiningum um fólk sem býr yfir menntun, reynslu og þekkingu eins og við á í hverju tilviki.

Vinsamlegast sendið ábendingar til starfsmanns þingflokks Pírata, Jóns Þórissonar, netfang: jonth@althingi.is.

Frestur til þess að skila tillögum er til 29. janúar n.k.

Nefnd um erlenda fjárfestingu

Bankaráð Seðlabanka Íslands

Landskjörstjórn

Yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis

Yfirkjörstjórnar Norðausturkjördæmis,

Yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis,

Yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis,

Yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis

Yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis

Fleiri fréttir

Viðburðardagatal

Mest lesið