Þingflokkur Pírata óskar eftir tilnefningum og umsóknum frá grasrót Pírata

Nú líður senn að því að Alþingi skipi í ráð og stjórnir á vegum þingsins. Þingflokkur Pírata óskar eftir tilnefningum og umsóknum frá grasrót Pírata í stjórnir og ráð sem Alþingi, eða ráðherra eftir tilnefningu frá þingflokkum, skipar. Í flestum tilvikum skal skipa aðalmann og varamann.

Óskað er eftir fólki sem býr yfir menntun, reynslu og þekkingu til að vera forsvarar Pírata á viðkomandi vettvangi, koma sjónarmiðum Pírata á framfæri og upplýsa þingflokk Pírata um stöðu mála eftir því sem við á. Þess er óskað að umsóknum fylgi ferilskrá og ítarlegur rökstuðningur fyrir tilnefningu.

Ekki er komið á hreint endanlega hvar Píratar munu fá fulltrúa en óskað er eftir tilnefningum í eftirfarandi stjórnir og ráð:

 • Landskjörstjórn
 • Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis
 • Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis
 • Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis
 • Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis
 • Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður
 • Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis suður
 • Bankaráð Seðlabanka Íslands
 • Stjórn Ríkisútvarpsins
 • Landsvirkjun
 • Isavia
 • Rarik
 • Orkubú Vestfjarða
 • Íslandspóstur
 • Byggðastofnun

Frekari upplýsingar og móttöku tilnefninga veitir Eiríkur Rafn Rafnsson, aðstoðarmaður þingflokks (eirikurrafn@althingi.is). Frestur til tilnefninga er til kl. 12 mánudaginn 22. janúar 2018.

Fleiri fréttir

Viðburðardagatal

Mest lesið