Þingflokkur Pírata býður Eirík og Baldur velkomna til starfa


Þingflokkur Pírata býður Eirík Rafn Rafnsson og Baldur Karl Magnússon velkomna til starfa.

Eiríkur Rafn er stjórnmálafræðingur að mennt og starfaði sem lögreglufulltrúi hjá sérstökum saksóknara við rannsókn á orsökum og afleiðingu bankahrunsins. Einnig starfaði hann sem kosningastjóri Pírata í undanförnum Alþingiskosningum og hefur setið í framkvæmdaráði Pírata undanfarið ár.

Baldur Karl er lögfræðingur að mennt og útskrifaðist úr Háskólanum í Reykjavík 2015. Baldur hefur einbeitt sér að rannsóknum á sviði lagasetningar um tjáningafrelsi í tengslum við meiðyrðamál og friðhelgi einkalífsins.

Fleiri fréttir

Viðburðardagatal

Mest lesið