Stafræn bylting bætir líf borgarbúa

Stafræn bylting bætir líf borgarbúa

Stafræn bylting

Það munar um meiri­hluta við stjórn­völ­inn í Reykja­vík sem setur skil­virkni og þjón­ustu við borg­ar­búa í for­gang. Við ætlum okkur staf­ræna bylt­ingu. Að raf­ræn stjórn­sýsla verði fyrsta val borg­ar­búa. Hröð, ein­föld og þægi­leg þjón­usta. Það er Pírata­mál.

Við erum á fullri ferð. Nýsköp­un, ný tækni og áherslur Pírata ná fram að ganga hjá borg­inni sem aldrei fyrr og það er sko engin til­vilj­un. Píratar eru í stjórn í sam­starfi við flokka sem skilja mik­il­vægi inn­viða og eins og Píratar vilja fjár­festa og nútíma­væða. Við erum að leggja mikið fjár­magn og metnað í þá vinnu enda mik­il­vægt og sparar fé til lengri tíma.

Á síð­asta ári varð til nýtt svið þjón­ustu- og nýsköp­unar til að lyfta upp vinnu við nútíma­væð­ingu þjón­ustu og nýsköp­un. Um leið fylgdi auk­inn póli­tískur stuðn­ingur mála­flokks­ins með skýr­ari teng­ingu inn í mann­rétt­inda-, nýsköp­un­ar- og lýð­ræð­is­ráð.

Verið er að inn­leiða þjón­ustu­stefnu Reykja­vík­ur­borgar sem er mik­il­vægt skref breyt­inga, skref í átt að staf­rænni stjórn­sýslu. Við færðum umsókn­ar­feril fjár­hags­að­stoðar á vef­inn og end­ur­hugs­uðum alla þjón­ust­una þar að baki. Breyt­ingin er risa­stór þar sem farið var frá því að safna saman papp­írs­fargani frá mis­mun­andi stofn­unum og skila inn í ferli sem tók daga, jafn­vel vik­ur, yfir í að geta sótt um fjár­hags­að­stoð í gegnum vef­inn og fengið úrlausn þinna mála á 24 klukku­stund­um. Talandi um sparnað fyrir ein­stak­ling­inn, sam­fé­lagið og umhverf­ið! Kerfið að baki þess­ari nýj­ung var nýlega valið vef­kerfi árs­ins 2019 af Sam­tökum vef­iðn­að­ar­ins.

Við erum að gera þjón­ust­una aðgengi­legri, skil­virk­ari og betri. Við erum að for­gangs­raða í þína þágu.

www.reykjavik.is

Upprunaleg birtingKjarninn

Senda inn grein