Prófkjörshald Pírata – hvað lærum við af því?

Kæru Píratar

Sumarið 2016 voru í fyrsta sinn í sögu Pírata haldin prófkjör um land allt til að forgangsraða frambjóðendum til Alþingis í hverju kjördæmi.

Framkvæmdaráð skipaði í vetur starfshóp sem hefur það hlutverk að taka saman lærdóm og athugasemdir félagsmanna um prófkjörshaldið í hverju kjördæmi. Starfshópurinn mun setja fram tillögur að fyrirkomulagi byggðar á svörum félagsmanna um hvað megi gera eins eða á annan hátt í komandi prófkjörum.

Í starfshópnum eiga sæti Þórlaug Ágústsdóttir sem leiðir störf hópsins, Oktavía Hrund Jónsdóttir og Hafþór Sævarsson.

Starfshópurinn hefur tekið saman og sent út spurningalista fyrir kjördæmisráð og stjórnir aðildarfélaga til að einfalda þátttakendum vinnuna.

Það er mjög mikilvægt að þeir sem komu beint að framkvæmd prófkjörsins komi sínum ábendingum á framfæri, hvort sem fólki líkaði betur eða verr við framkvæmdina. Það skiptir máli að við lögum það sem betur má fara.

Ábendingar, spurningar og athugasemdir sendist á thorlaug@piratar.is

Frambjóðendur og kjósendur í prófkjörunum eru sérstaklega hvattir til að senda inn sínar ábendingar.

Píratakveðjur

Til aðstoðar við upprifjun:

  • Reglur prófkjörsins
  • Samskipti
  • Kynningarmál
  • Frambjóðendur og stuðningur við þá
  • Kjósendur og stuðningur við þá
  • Kosningakerfið
  • Deilur, áfrýjun og sáttamiðlun
  • Aðgangur að upplýsingum og gögnum
  • Endurtalning
  • Staðfestingarferli

Fleiri fréttir

Viðburðardagatal

Mest lesið