Píratar og Viðreisn bjóða fram saman í Árborg

Félög Pírata og Viðreisnar í Árborg hafa ákveðið að taka höndum saman og bjóða fram sameiginlegan lista til bæjarstjórnarkosninga í Árborg vorið 2018. Enn fremur hafa gengið til liðs við framboðið íbúar sem hafa brennandi áhuga á sveitarstjórnarmálum en vilja standa utan stjórnmálaflokka. Ákall í samfélaginu eftir nýjum valkosti við stjórn Árborgar var upphaf samstarfsins.

Íbúar kalla eftir aðkomu að opinni umræðu ásamt faglegri og gagnsærri stjórnsýslu sem leiðir til vandaðra ákvarðana. Þeir vilja að bæjarstjórn taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni við alla ákvarðanatöku. Íbúar vilja hafa greiðan aðgang að upplýsingum um fjármál og stjórn bæjarins.

Sveitarfélagið Árborg þarf skýra framtíðarsýn. Bæjarstjórn og íbúar þurfa að vinna saman að langtíma stefnumótun skipulagsmála, lóðaframboðs og þjónustu til að Árborg geti boðið íbúum og fyrirtækjum samkeppnishæf kjör og skilyrði.

Þannig samfélag mun laða til sín fólk og fjölskyldur sem munu vilja taka þátt í að byggja sveitarfélagið upp til framtíðar, auk þess sem það eykur líkur á því að unga fólkið okkar skili sér aftur heim að loknu námi eða síðar á lífsleiðinni.

Framboð Viðreisnar, Pírata og félaga

Fleiri fréttir

Viðburðardagatal

Mest lesið