Opinn félagsfundur um lýðræði í atvinnulífinu

  Staður

  Á netinu


  www.piratar.tv

  Píratar


  Ábyrgðaraðili

  Boðað er til opins félagsfundar um lýðræði í atvinnulífinu, miðvikudaginn 13. janúar, kl. 19:00.  Fundurinn verður í fjarfundi á: fundir.piratar.is/codetermination

  Umræðuefni fundarins eru aukin lýðræðisleg vinnubrögð í atvinnulífinu, að fordæmi nágrannaþjóða okkar á Norðurlödnunum sem þegar hafa jákvæða reynslu af slíku fyrirkomulagi. Þar er víða sá háttur hafður á að ákveðin hlutföll stjórna fyrirtækja eru skipaðar lýðræðislega kjörnum fulltrúum úr hópi starfsfólks. Jafnframt eru fyrirtæki hvött til að auka enn fremur lýðræðislega starfshætti, meira en lágmarkskrafa segir til um.

  Tillaga fyrir félagsfund að kjósa um hvort að fari í kosningakerfið:

  https://docs.google.com/document/d/1g-vSGh-OW2Fey9fDvrh_URkdKoIletLXxdipljAO_jU/edit?usp=sharing

  Ef tími gefst verður stefnan Stéttarfélög og vinnudeilur, frá árinu 2013 (sjá: https://x.piratar.is/polity/1/issue/60/) tekin til umræðu.
  Taka þarf ákvörðun um hvort fella eigi niður þriðja lið stefnunnar: “Afnema skal sérstaka stöðu Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins í lögum” nú eða hvort stefnuna skuli fella niður alveg.

  Ábyrgðaraðili fundar er Haraldur Tristan Gunnarsson

  Öll velkomin.