Nýir meðlimir framkvæmdaráðs

Fimm nýir aðilar hafa bæst við framkvæmdaráð Pírata. Úrslit kosninga var kynnt á aukaaðalfundi félagsins í dag, auk þess sem slembivalið var í eitt sæti. Slembivalinn var Magnús Kr. Guðmundsson en kosnir inn voru þeir Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, Jónas Lövdal, Júlíus Blómkvist Friðriksson og Guðmundur Arnar. Rúnar Björn situr fram að aðalfundi 2010 en aðrir fram að aðalfundi 2019. Við óskum þeim öllum til hamingju.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Júlíus Blómkvist, annan frá hægri, ásamt sitjandi meðlimum framkvæmdaráðs, þeim Pétri Óla Þorvaldssyni, Ásmundi Ölmu Guðjónssyni, Valgerði Árnadóttur og Elínu Ýr Arnar.

Fleiri fréttir

Viðburðardagatal

Mest lesið