Nú er tíminn til að vlogga og podda!

Takið frá tíma í podcast og vlogg!

Stúdíó Tortuga auglýsir eftir áhugasömum Pírötum í þáttagerð. Í boði eru margskonar þættir á margskonar formi. Hlaðvarpsþættir fyrir Spotify. Apple og aðrar podcastþjónustur, VLOG einræður fyrir Instagram eða YouTube, Live streymis gjörningar fyrir Twitch, Facebook og heimasíðuna okkar (AMA – ask me anything), og svo kennsluþættir/fyrirlestrar fyrir fólk sem þarf að sýna okkur eitthvað á PowerPoint, kannski Pírata Ted Talk?


Þrjár “skapandi” aðstöður eru nú í boði í Tortuga.

Hlaðvarpsstúdíó Tortuga

Er teppalagt og hljóðeinangrað. Tveir metrar á milli gesta. Þægilegir stólar. Hágæða hljóðnemar og upptökutæki frá Japanska fyrirtækinu Zoom. Heitt kaffi á könnunni (Organic og vottað). Hægt er að bjóða þriðja gesti í gegnum fjarfund – en þarf þó að vera í gegnum Skype eða venjulegt símtal. Áhugasömum forriturum innan Pírata er þó velkomið að finna leið til þess að láta Jitsi virka í upptökum hlaðvarpsins.


Studio Podcast
Studio Tortuga

Ráðstefnuaðstaða

Glæsilegt sérmerkt púlt og stórt og mikið pallborð með sérmerktum Píratadúk frá Kína. PowerPoint (glæru) aðstaða með fjarstýringu. Þrjár myndavélar, þrjú sjónarhorn, góð lýsing og gott hljóð.

Bleika herbergið (Græna herbergið)

er nú orðið Græna herbergið! – Sjónvarpsstúdíó fyrir einstaklinga. Hér er hægt að vera í beinni útsendingu og eiga samtal við grasrótina í “núinu”. Green Screen tjald frá Ítalíu gefur möguleika á að hamra inn skilaboðin alla leið! Afhverju að hamra frá Tortuga þegar þú getur hamrað frá Mars?


Græna tjaldið frá Ítalíu (og upplýsingastjórinn að prufa það með BBC bakgrunni).


Það er ykkur að kenna ef hljóðið er lélegt!

Fréttabréfssnápar Pírata hittu á Róbert Douglas í gegnum Jitsi fjarfund til að spyrja hann út í þessar stórfenglegu breytingar á áróðursvél Tortuga.

“Ég geri mér grein fyrir því að dúkurinn er frá Kína og tjaldið frá Ítalíu, en þetta var löngu komið í hús og afgreitt áður en þessi vírus fór af stað”

sagði Róbert um dúkinn og græna tjaldið.

“Ég þori að fullyrða að næst þegar það verður streymt héðan að þá eigi enginn úr grasrótinni eftir að kvarta yfir lélegu hljóði, og ef einhver er að lenda í lélegu hljóði í framtíðinni að þá er það bara af því að þeirra sími eða tölva er drasl!” … “Síðan er sótthreinsað hérna á hverjum degi, og kaffið er vottað”

bætti Róbert við.


Þórhildur Sunna og Halldóra Mogensen í beinu AMA næsta þriðjudag!

Hér er bókunarform fyrir þáttagerð í Stúdíó Tortuga:

Átta “slott” eru í boði yfir næstu tvær vikurnar. https://piratar.is/podcastbokun/

Þingkonurnar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Halldóra Mogensen ætla að mæta í Beint-streymi spurt og svarað (AMA) næstkomandi þriðjudag og starta þessu! Fylgist með hér á heimasíðunni okkar og á facebook fyrir frekari upplýsingar um þann viðburð.

Ef þið hafið spurningar eða vantar aðstoð varðandi stúdíóið eða hlaðvarpsvinnu, er hægt að hafa samband við upplýsingastjóri Pírata í gegnum netfangið: douglas@piratar.is

Fleiri fréttir

Viðburðardagatal

Mest lesið