Opnað hefur verið fyrir kosningu í prófkjörum Pírata um land allt. Með því að kjósa hefur þú bein áhrif á uppröðun lista Pírata fyrir sveitarstjórnarkosningar. Athugið að aðeins þeir sem hafa verið skráðir í Pírata i minnst 30 daga geta kosið í prófkjöri..
Prófkjöri á Akureyri lýkur laugardaginn 24. mars klukkan 18.00
Hér er kosið í prófkjörinu á Akureyri Þeir sem eru skráðir í aðildarfélagið Píratar á Akureyri geta kosið.
Prófkjöri í Reykjavík lýkur mánudaginn 26. mars klukkan 15.00.
Hér er kosið í prófkjörinu í ReykjavíkAðeins þeir sem eru skráðir í Pírata í Reykjavík geta kosið.
Prófkjöri í Hafnarfirði lýkur mánudaginn 26. mars klukkan 15.00.
Hér er kosið í prófkjörinu í Hafnarfirði.
Allir sem hafa verið skráðir í Pírata í 30 daga geta kosið.
Prófkjöri í Kópavogi lýkur mánudaginn 26. mars klukkan 15.00.
Hér er kosið í prófkjörinu í Kópavogi Allir sem hafa verið skráðir í Pírata í 30 daga geta kosið.
Prófkjöri í Árborg lýkur þriðjudaginn 27. Mars klukkan 12.00
Hér er kosið í prófkjörinu í Árborg Allir sem hafa verið skráðir í Pírata í 30 daga geta kosið.
Prófkjöri í Reykjanesbæ lýkur fimmtudaginn 29. mars klukkan 12.00.
Hér er kosið í prófkjörinu í Reykjanesbæ
Allir sem hafa verið skráðir í Pírata í 30 daga geta kosið.
Athugið að frestur var framlengdur um viku í prófkjörnu í Reykjanesbæ og reglur víkkaðar þannig að allir Píratar geta kosið en ekki aðeins þeir sem voru skráðir í aðildarfélag á Suðurnesjum.
Þeir sem lenda í vandræðum með að kjósa geta sent póst á framkvaemdastjori(at)piratar.is og fengið aðstoð.
Ertu ekki skráð/ur í kosningakerfið?
Sértu ekki skráð/ur í kosningakerfið þá geturðu haft samband við viðkomandi aðildarfélag eða framkvaemdastjori(at)piratar.is til þess að fá aðstoð.
Hægt er að sjá leiðbeiningar til þess að nýskrá sig í kosningakerfið með því að smella hér
Týndir þú lykilorðinu inn í kosningakerfið?
Við bendum þeim sem hafa týnt lykilorði sínu að kosningakerfi Pírata geta endurheimt það með því að skrá netfang á þessa síðu hér.