Kosning hefst á miðnætti

Við viljum minnum á að innan skamms hefst kosning um fyrstu lagabreytingartillöguna okkar – sem framkvæmd verður í kosningakerfinu okkar á netinu. Hún fjallar um breytingar á lögum til að heimila aðildarfélög sem hafa aðskilda kennitölu, lög og stjórn, en eru engu að síður hluti af Pírötum. Nú þegar eru Ungir Píratar starfandi, en væntingar standa til að fleiri verði stofnuð. Í núgildandi lögum er gert ráð fyrir sjálfstæðum félagsdeildum, en reynsla okkar af kosningabaráttunni í vor er að sú ráðstöfun sé óheppilegri.

Kjósa má um tillöguna hér.

Fleiri fréttir

Viðburðardagatal

Mest lesið