Kolólöglegt páskapönk Ungra Pírata

Reglulega pönkast Ungir Píratar í yfirvaldinu en sjaldan jafn hressilega og á föstudaginn langa þegar það er STRANGLEGA bannað. Með því mótmæla Ungir Píratar helgidagalöggjöfinni. Löggjöf sem gerir leiðindi að lagakvöð. Auk þess að berjast fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju!

Páskapönkið hefst á föstudaginn langa klukkan 20.00 í höfuðstöðvum Pírata, Tortúga, að Síðumúla 23, Selmúlamegin.

Það er algjörlega frítt inn og ALLIR velkomnir á ÖLLUM aldri!

Með okkur í liði að þessu sinni eru listamennirnir:

SiggaEy

HÁSTAFIR

Hemúllinn

Greipur Hjaltason með uppistand

Árni Hjartarson með uppistand

Helgi Steinar Gunnlaugsson með uppistand

Snæbjörn Brynjarsson með anduppistand

& fleiri listamenn sem eiga eftir að bætast við!

Viðburðurinn á Facebook https://www.facebook.com/events/217187485530028/

Fleiri fréttir

Viðburðardagatal

Mest lesið