Fjögur ný kosin inn í Framkvæmdaráð Pírata

Á Aðalfundi Pírata í gær voru fjórir aðilar kosnir inn í Framkvæmdaráð Pírata, en hlutverk þess er að annast rekstur og stjórn félags Pírata. Auk þess var kosið í Úrskurðarnefnd, Kjörstjórn og skoðunarmenn reikninga.

Í Framkvæmdaráð voru eftirtalin kosin inn í ráðið: Björn Þór Jóhannesson, Hrannar Jónsson, Guðmundur Arnar Guðmundsson og Gamithra Marga. Auk þeirra voru Jóhannes Jónsson og Úlfhildur Stefánsdóttir slembivalin inn í ráðið.

Björn Þór er einn af stofnendum Pírata og hefur setið áður í ráðinu og unnið önnur trúnaðarstörf fyrir Pírata. Hrannar er forritari að mennt og starfar núna hjá Stólpa viðskiptalausnum við hugbúnaðarþróun. Guðmundur Arnar bauð sig fram til áframhaldandi setu í ráðinu og hefur verið í starfi Pírata á Suðurnesjum allt frá stofnun þess félags. Gamithra er af eistneskum uppruna en hún hefur ákveðið sjálf að verða Íslendingur og lítur á Pírata sem sína íslensku fjölskyldu.

Í ráðinu sitja nú þegar: Unnar Þór Sæmundsson, Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir og Valgerður Árnadóttir. Úrslit kosninganna má sjá á kosningavef Pírata: x.piratar.is

Á mynd frá vinstri til hægri: Björn Þór Jóhannesson, Guðmundur Arnar Guðmundsson, Gamithra Marga og Hrannar Jónsson.

Aðalmenn í úrskurðarnefnd eru Herbert Snorrason, Bergþór H. Þórðarson og Einar Hrafn Árnason en varamenn eru þeir Hreiðar Eiríksson og Gunnar Þór Jónsson.
Fulltrúar í kjörstjórn eru Svafar Helgason, Gunnar Ingiberg Guðmundsson og Ásmundur Alma Guðjónsson.
Skoðunarmenn reikninga eru Tinna Helgadóttir og Guðjón Sigurbjartsson.

Aðalfundurinn var allur með glæsilegasta móti og afar góður andi sem þar ríkti. Allir fundargestir eiga þakklæti skilið fyrir sitt framlag og sérstaklega skipti óeigingjarnt starf okkar fjölmörgu sjálboðaliða sköpum fyrir hversu vel tókst til.

Fleiri fréttir

Viðburðardagatal

Mest lesið