Aðildarfélög Femínistafélag Pírata Femínistafélag Pírata – Skrifum Chelsea Manning

Femínistafélag Pírata – Skrifum Chelsea Manning

Styðjum uppljóstrara! Skrifum Chelsea Manning.

Á sunnudag, 24. mars 2019, kl 13-15 verður sérstakur viðburður á vegum Femínstafélags Pírata til stuðnings uppljóstraranum Chelsea Manning, en fyrr í þessum mánuði var hún úrskurðuð í gæsluvarðahald fyrir að neita að bera vitni í tengslum við rannsókn FBI á Wikileaks. 

Byrjað verður á kynningu þar sem farið er yfir það óréttlæti sem hún hefur verið beitt, og er sú kynning við hæfi allrar fjölskyldunnar. Hugmyndin er að við eigum síðan saman stund þar sem börn og fullorðnir skrifa bréf til Chelsea, teikna myndir handa henni og föndra. Bréfin og myndirnar verða síðan sendar í fangelsið til hennar þannig að hún finni fyrir stuðningi okkar.

Hlaðvarpið er einnig fáanlegt á:

Fleiri þættir

Aðgengi fyrir alla

Hjálpaðu okkur að gera myndbandsefnið okkar aðgengilegt fyrir alla. Vertu með í textateymi Pírata á Amara.

Píratar fara fram á úttekt á Vegagerðinni

Líklega hefur aldrei verið jafn rík þörf og nú til að hafa eftirlit með starfsemi og skilvirkni Vegagerðarinnar. Í ár hafa komið upp nokkur...