Bréf til frambjóðenda Pírata vegna sveitastjórnarkosninga 2018

Tilgangur Pírata er að móta sér stefnu í opnu ferli og vinna að framgöngu hennar með þeim aðferðum sem standa til boða (grein 2.2 í lögum Pírata). Í dag stendur Pírötum til boða að bjóða fram til sveitastjórnarkosninga og þið hafið boðið ykkur fram til að leiða þá kosningabaráttu.

Tilgangur framboðs aðildarfélaga Pírata til sveitastjórna er að fá kjörna sveitarstjórnarfulltrúa sem starfa í þágu aðildarfélagsins og taka mið af grunnstefnu Pírata og stefnumálum aðildarfélagsins byggðum á henni, ásamt öðrum stefnumálum Pírata.

Sameiginlegt markmið okkar allra í kosningunum eru sem flestir kjörnir fulltrúar til að vinna að tilgangi Pírata í sem flestum sveitafélögum.

Árangur í komandi kosningum til sveitastjórna veltur á ykkur frambjóðendum.
Ábyrgðin á framboðinu er alfarið aðildarfélagsins á ykkar kjörsvæði.

Hlutverk framkvæmdaráðs afmarkast við að leggja til aðstoð sem gagnast öllum frambjóðendum og framboðum.

Í þessu felst: – í fyrsta lagi að aðildarfélög sem fylgja lögum og grunnstefnu Pírata hafa sjálfræði yfir sínum stefnumálum, frambjóðendum og framboðum.
– Í öðru lagi að framkvæmdarráð og starfsfólk þess leggur aðeins til aðstoð sem gagnast frambjóðendum og framboðum í heild en veitir ekki aðstoð sem er einhverjum þeirra til ógagns.
– Og síðast en ekki síst eru það frambjóðendur sem þurfa aðstoð aðildarfélaga, framkvæmdarráðs og allra Pírata til að við náum sem bestum árangri í komandi sveitastjórnarkosningum.


Aðildarfélög Pírata á Akureyri, Suðurlandi (framboð í Árborg), Suðurnesjum (framboð í Reykjanesbæ), Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjavík og Framkvæmdarráð Pírata.

Fleiri fréttir

Viðburðardagatal

Mest lesið