Bíó í boði þingflokks Pírata

Áhugaverð heimildamynd um þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir á nýrri öld upplýsinga og hvernig nauðsynlegt er að standa vörð um mannréttindi og lýðræðið, verður sýnd í boði þingflokks Pírata í Bíó Paradís n.k. laugardag, 18. febrúar kl 14:00.

Heimildarmyndin DEMOCRACY veitir innsýn í starf stjórnmálamanna og baráttufólks fyrir mannréttindum  – og hvað er í húfi, ef við tökum ekki á þessum málum og krefjumst þess að friðhelgi einkalífs og lýðræði verði í heiðri höfð. Þar sem upplýsingar og gögn eru hin”nýja olía”, er gagnavernd nú  “mengunarstjórnun”  nýrra tíma.

Eftir sýninguna vera pallborðsumræður  um efni myndarinnar og tækifæri gefst fyrir spurningar frá áhorfendum.
Þátttakendur í panel verða:
Julia Reda, þingmaður Evrópuþingsins fyrir Pírata
Kristinn Hrafnsson, blaðamaður og aktívisti
Oktavía Hrund Jónsdóttir, sérfræðingur á sviði upplýsingaöryggis og gagnverndar og varaþingmaður Pírata

Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, mun stýra umræðunum.


Nánari upplýsingar um myndina er að finna á imdb:
http://www.imdb.com/title/tt5053042/

Fleiri fréttir

Viðburðardagatal

Mest lesið