Uncategorized Alþjóðastarf

Alþjóðastarf

Píratar eru alþjóðlegt stjórnmálaafl sem kom fyrst fram á sjónarsviðið í Svíþjóð árið 2006. Í dag eru til Píratahreyfingar í yfir sextíu löndum víðsvegar um heiminn. Píratar eru því sérstakir að því leiti að vera fyrsta stjórnmálahreyfingin sem starfar ekki aðeins á landsvísu, heldur erum við alþjóðleg hreyfing í baráttu fyrir betra samfélagi.

Píratar á Íslandi eru virkir þáttakendur í alþjóðahreyfingununni European Pirate Party (EPP).

Píratar í Evrópu (European Pirate Party – PPEU)  samanstanda af Píratahreyfingum í yfir 20 löndum auk Félags ungra Pírata í Evrópu. Þar er rekið öflugt starf en í stjórn Pírata í Evrópu sitja nú þrjár íslenskar Pírötur, þær Katla Hólm Þórhildardóttir, Gamithra Marga og Oktavía Hrund Jónsdóttir sem er jafnframt stjórnarformaður. Í Evrópu hafa Píratar reynst afar öflugt nýtt afl í stjórnmálaflóru Evrópusambandsins og náðu inn 4 kjörnum fulltrúum í síðustu Evrópukosningum, þar sem yfir 400 milljón Evrópubúar kjósa í stærstu lýðræðislegu fjölþjóðakosningu heims.

Alþjóðlegir Píratar Pirate Parties International (PPI) eru alþjóðleg regnhlífarsamtök Pírata um allan heim. Píratarhreyfingar á landsvísu starfa óháðar hver öðrum og samkvæmt eigin stefnu og sannfæringu. Hins vegar byggja allar Pírata hreyfingar á sömu grunngildum sem sett hafa verið fram í hinum svokallaða Píratakóða, sameiginlegri gildayfirlýsingu Pírataflokka um allan heim.

Hlaðvarpið er einnig fáanlegt á:

Fleiri þættir

Aðgengi fyrir alla

Hjálpaðu okkur að gera myndbandsefnið okkar aðgengilegt fyrir alla. Vertu með í textateymi Pírata á Amara.

Píratar fara fram á úttekt á Vegagerðinni

Líklega hefur aldrei verið jafn rík þörf og nú til að hafa eftirlit með starfsemi og skilvirkni Vegagerðarinnar. Í ár hafa komið upp nokkur...