Aðildarfélag Pírata stofnað í Mosfellsbæ

Aðildarfélag Pírata í Mosfellsbæ verður stofnað fimmtudaginn 8. febrúar kl. 20:00. Þetta er til marks um vöxt Pírata á landsvísu og enn mögulegt að fleiri ný aðildarfélög verði stofnuð fyrir sveitastjórnakosningar.

Við hvetjum alla Pírata sem búsettir eru í Mosfellsbæ til að mæta á fundinn þar sem kosið verður í stjórn nýstofnaðs félags. Stofnfundurinn verður haldinn í safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hefur boðað komu sína á fundinn en hún ólst upp í Mosfellsbæ og á þar sterkar rætur.

Fleiri fréttir

Viðburðardagatal

Mest lesið