Aðalfundur 2020: Framlengdur framboðsfrestur

Kjörstjórn hefur í samráði við framkvæmdaráð framlengt frest vegna framboða til setu í stjórnum, ráðum og nefndum til 15. september kl. 20:00

Aðalfundur Pírata verður haldinn 26. – 27. september > sjá viðburð á facebook.

Framboðskynningar

  • Kjörstjórn Pírata hefur startað spjallþræði á spjall.piratar.is þar sem félagsfólk getur sett inn spurningar til frambjóðenda. Spurningarnar verða svo lagðar fyrir frambjóðendur á æsispennandi fjarfundi á fundir.piratar.is
  • Hver frambjóðandi fær 2 mínútur til að kynna sig í beinni á aðalfundi.
  • Frambjóðendur fylla út upplýsingar um sig og framboð sitt i kosningakerfi Pírata.

Óskað er eftir framboðum í eftirfarandi stöður:

Tilkynningar um framboð, ásamt hagsmunaskráningu þurfa að berast í gegnum kosningakerfi Pírata áður en framboðsfrestur rennur út og með því að senda póst með nafni og kennitölu eða tölvupóstfangi á kjorstjorn@piratar.is, sjá uppl. um meðför gagna um frambjóðendur neðar.

Nánari leiðbeiningar um kosningarnar og upplýsingar um umræddar trúnaðarstöður flokksins má finna hér. Hægt er að hafa samband við framkvæmdastjóra Pírata á framkvaemdastjori@piratar.is fyrir tæknilega aðstoð.

Fleiri fréttir

Viðburðardagatal

Mest lesið