Aðalfundur 2015

Það eru mörg mál sem brenna á Pírötum. Sum okkar eru upptekin af heildrænni sýn um hvernig má smíða ný kerfi frá grunni á meðan önnur okkar þekkja núverandi kerfi mjög vel af eigin raun og getum miðlað þeirri þekkingu áfram til að fyrirbyggja að sömu mistökin verða gerð aftur.

Það er vert að hafa í huga að það er eitt að leggja fram stefnu og annað að hrinda slíkri stefnu í framkvæmd. Mannúð og stjórnviska á ekki hátt undir höfði meðal núverandi kerfisfræðinga sem halda dauðahaldi í kerfin sem að mörgu leiti hafa runnið út og passa ekki lengur við þá samfélagsgerð sem við búum við á þessari öld.

Það sem skiptir öllu máli er að endurtaka ekki mistök fortíðarinnar. Í krafti fjöldans má finna visku sem örfáir einstaklingar geta aldrei búið að. Við viljum virkja visku fjöldans sem undirstöður að stefnu okkar. Fyrst þurfum við að ræða saman í anda Pírata þar sem fróðleiks- og skilningsþorsti rekur okkur áfram. Okkur langar að gefa ykkur, kæru félagar, kost á að forgangsraða þeim málefnum sem á ykkur brenna fyrir Aðalfundinn okkar. Hér er verkfæri til þess.

#Píratar2015

Fleiri fréttir

Viðburðardagatal

Mest lesið